Skipbrot Grindvíkinga
Grindavík beið algert skipbrot gegn liði ÍR í Intersport-deildinni í gær. Lokatölur úr Röstinni voru 66-103 og hljóta þessi úrslit að vera mikið áfall.
ÍR-ingar náðu forskotinu snemma og höfðu 18-30 forskot eftir fyrsta leikhluta, en Grindavík hafði minnkað muninn í 8 stig, 47-55, fyrir hálfleik.
Seinni hálfleikur var án efa með því versta sem sést hefur til liðsins á heimavelli þar sem þeir skoruðu einungis 19 stig og leyfðu ÍR að rúlla yfir sig í sókninni.
Kristinn Friðriksson sagði í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn að andleysið í liðinu hafi verið algert. "En þetta skrifast líka á mig. Ég hef greinilega ekki undirbúið mannskapinn nógu vel.".
VF-mynd/ úr safni