Skipbrot á heimavelli
Keflvíkingar voru niðurlægðir á heimavelli í Landsbankadeild karla í gær þegar Valsmenn gjörsigruðu þá, 1-5.
Valsarar voru frískari frá upphafi og sýndu svo ekki varð um villst að staða þeirra í deildinni er engin tilviljun.
Matthías Guðmundsson kom Valsmönnum yfir strax á 6. mínútu leiksins þegar hann vippaði yfir Ómar í marki Keflavíkur eftir hraða sókn. Hann fékk boltann frá Sigþóri Júlíussyni á vítateigslínunni og sendi rakleiðis yfir Ómar sem var kominn út úr marekinu og staðan orðin 0-1.
Baldur Aðalsteinsson, sem átti stórleik í gær, vann hornspyrnu á 16. mínútu þegar Ómar varði skot hans. Guðmundur Benediktsson tók hornspyrnuna og hafnaði sending hans á kolli Atla Sveins Þórarinssonar sem var illa valdaður í teignum og skallaði framhjá Ómari, staðan 0-2.
Keflvíkingar voru afskaæega slakir í leiknum og fór æítið fyrir skemmtilegu spili, heldur var meira um langar sendingar inn í teiginn sem sterkir miðverðir Valsara, þeir Atli Sveinn og Grétar Sigfinnur Gíslason, áttu ekki í vandræðum með. Sérlega var slæmt að sjá deyfðina sem var yfir leik heimamanna, en vonandi verður búið að bæta úr því fyrir næsta leik.
Baldur aðalsteinsson jók forskotið enn þegar hann hljóp Issa Abdulkadir af sér og náði stungusendingu frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni og lagði boltann framhjá Ómari í markinu.
Guðmundur Steinarsson átti besta færi Keflvíkinga í fyrri hálfleik þegar hann skaut óvænt af 40m færi og mátti Kjartan Sturluson hafa sig allan við til að verja skotið í horn.
Í upphafi seinni háfleiks átti Keflavík ágætis risu þar sem Hólmar skaut framhjá markinu, en Valsarar áttu enn betra færi á 48. mínútu þegar Guðmundur Benediktsson skaut í stöng eftir frábært spil Mattíasar upp hægri kantinn.
Þrátt fyrir að einhver batamerki væru á liði Keflvíkinga náðu gestirnir enn að bæta vð þar sem Baldur var aftur á ferðinni á 57. mínútu. Enn svaf vörn Keflvíkinga á verðinum í hornspyrnu og Baldur skallaði í markið óvaldaður, 0-4.
Úrslit leiksins voru ráðin á þessum tímapunkti og einungis spurning um hve stór sigurinn yrði.
Stefán Örn Arnarson, framherjinn sem kom til Keflavíkur frá Víkingi, kom inná í seinni hálfleik og var ekki lengi að láta finna fyrir sér þar. Hann minnkaði muninn á 67. mínútu með skoti úr teig eftir fyrigjöf Guðjóns Árna Antoníussonar.
Það kom í hlut Garðars Gunnlaugssonar að bina endahnútinn á kvöldið þegar hann renndi boltanum inn eftir að Ásgrími Albertssyni mistókst að hreinsa fyrirgjöf Guðmundar Ben út úr teignum. Staðan 1-5 og niðurlægingin algjör.
Gestur Gylfason, reynslubolti Keflvíkinga var að vonum óánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum.
„Við náðum okkur bara ekki upp eftir þetta frí sem við fengum. Við vorum að spila illa og gegn eins sterku liði og Val gengur það ekki upp. Næsti leikur hjá okkur er uppi á Skaga á miðvikudag og við verðum að taka okkur saman í andlitinu fyrir það.“
VF-myndir/Hilmar Bragi