Skil sáttur við Keflavík
Jónas Guðni Sævarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við KR og mun á eftir kl. 15:00 á blaðamannafundi
,,Ég hef leikið með Keflavík allan
,,Ég er í námi við Háskóla Íslands og konan mín vinnur í Reykjavík. Við hyggjum á það að flytja til Reykjavíkur og þá hentar vel að leika með liði í bænum. Ég er spenntur fyrir því sem KR leggur fram og ég vona að ég henti liðinu í þeirra framtíðarplönum. Eins líst mér vel á þjálfarateymið hjá klúbbnum,” sagði Jónas sem nú blandar sér í hóp fjölda Suðurnesjamanna sem hafa leikið með KR.
Þeir Gunnar Oddsson, Ólafur Gottskálksson og Sigurður Björgvinsson léku allir á sínum tíma með KR og þá eru Suðurnesjamennirnir Óskar Örn Hauksson frá Njarðvík og Grétar Hjartarson frá Sandgerði á mála hjá KR.
,,Keflavík er frábært félag og við skiljum í góðu. Ég óska Keflavík alls hins besta í framtíðinni og hlakka til að spila fyrir félagið aftur. Ég kveð Keflavík sáttur og vona ég að aðstandendur og stuðningsmenn liðsins skilji og virði þessa ákvörðun mína,” sagði Jónas sem er 24 ára gamall og á að baki 79 deildarleiki í efstu deild. Í þeim leikjum gerði hann eitt mark. Jónas hefur tvívegis orðið bikarmeistari með Keflavík, árin 2004 og 2006.
Í október í fyrra var Jónas valinn í fyrsta sinn í A-landslið Íslands en hann hefur leikið 7 leiki fyrir 21 árs landsliðið.
Víkurfréttir inntu Jónas að lokum eftir því hvort honum fyndist það ekki skrýtin tilhugsun að fara að mæta Keflavík á næstu leiktíð: ,,Ég hef reyndar lítið pælt í því enda langt í næsta tímabil. Það verður væntanlega skrýtin upplifun að mæta Keflavík,” sagði Jónas Guðni Sævarsson nýjasti liðsmaður KR.
VF-Mynd/ Hilmar Bragi Bárðarson – Jónas í leik með Keflavík gegn Fram á síðustu leiktíð.