Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skemmtilegasta torfæra sumarsins
Miðvikudagur 22. maí 2013 kl. 15:21

Skemmtilegasta torfæra sumarsins

Nú á sunnudaginn kemur, þann 26. maí gefst landanum tækifæri að kíkja á skemmtilegustu torfærukeppni sumarsins. Keppnin verður haldin í Jósepsdal kl. 13:00 (á móti Litlu kaffistofunni). Akstursíþróttafélag Suðurnesja heldur keppnina, en þetta er jafnframt önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru. Vert er að taka fram að helmingur ágóðans mun renna beint til Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Keppendur og mótshaldarar skora á sem flesta að kíkja á keppnina og styðja verðugt málefni og fá góða skemmtun í leiðinni.

Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri en aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir fullorðna.
Við biðjum fólk um að hafa seðla meðferðis til að stytta biðtíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024