Skemmtilegast að spila vörn
Körfuboltasnillingur vikunnar - Krista Gló Magnúsdóttir
Körfuboltasnillingur vikunnar er hin 12 ára Njarðvíkingur Krista Gló Magnúsdóttir. Hún á sér háleit markmið og stefnir á að spila með landsliðinu í framtíðinni. Í NBA boltanum er Philadelphia 76’ers hennar lið og nýliðinn Ben Simmons í sérstöku uppáhaldi.
Aldur og félag: 12 ára/Njarðvík
Hvað æfir þú oft í viku? Átta sinnum með morgunæfingum og metabolic.
Hvaða stöðu spilar þú? Ég spila eiginlega allar stöður.
Hver eru markmið þín í körfubolta? Að komast í landsliðið.
Skemmtilegasta æfingin? Varnaræfingar.
Leiðinlegasta æfingin? Mér finnst engin æfing leiðinleg.
Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Er ekki búin að mynda mér skoðun á því.
Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? Ben Simmons.
Lið í NBA? Liðið sem pabbi minn heldur með, Philadelphia 76’ers.