Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skemmtileg tilþrif á Eldmótinu
Miðvikudagur 30. júní 2004 kl. 14:09

Skemmtileg tilþrif á Eldmótinu

Púttklúbbur Suðurnesja, hélt sitt fyrsta útimót, Eldmótið, dagana 10. og 24. júni s.l. Styrktaraðili mótsins var Eldvarnir ehf.

Sigurvegarar fyrri dagsins voru: Vilborg Strange á 69 höggum, Hrefna M. Sigurðardóttir á 71 og Regína Gumundsdóttir einnig á 71 höggi og hafði hún einnig flest Bingó eða 6. Hjá körlum var það sem hér segir: Gústaf Ólafsson í fyrsta sæti á 66 höggum, þá kom Þorkell Indriðason á 68 höggum og Guðmundur Ólafsson einnig á 68. Gústaf og Stefán Egilsson voru með flest Bingó eða 6.

Seinni daginn var Regína Guðmundsdóttir hlutskörpust kvenna með 66 högg, Hrefna Ólafsdóttir var á 68 höggum og Vilborg Strange var með 69 högg. Regína hafði flest Bingó eða 7.
Hjá körlunum varð Stefán Egilsson efstur með 65 högg, næstur var Hákon Þorvaldsson með 66 svo Andrés Þorsteinsson einnig með 66, Stefán var með flest Bingó, eða 10.

Samanlagðir sigurverar þessa tveggja daga voru því Regína Guðmundsdóttir með samtals 138 högg og Stefán Egilsson með samtals 134 högg.

Næsta mót er SBK mótið sem fer fram þann 1. júlí kl 13.

VF-myndir/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024