Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 26. október 2001 kl. 10:17

Skemmtileg og spennandi einvígi á sunnudag

Njarðvíkingar og Keflvíkingar mætast í íþróttahúsinu í Njarðvík nk. sunnudag í 4. umferð Epson-deildarinnar í körfuknattleik. Bæði liðin eru með 4 stig og þurftu bæði að lúta í lægra haldi gegn Hamarsmönnum í Hveragerði. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga er bjartsýnn á gengi liðsins um helgina enda liðin með áþekka getu. „Við leggjum allt í sölurnar en bæði liðin eru með eitt tap á bakinu en þessi leikur verður tvísýnn og erfiður. Við spiluðum langt fyrir neðan okkar getu í leiknum gegn Hamri en leggjum okkur alla fram núna.“ Sigurður Ingimundarson sér fram á skemmtilegan leik á sunnudag og er sammála Friðriki um áþekka getu liðanna. „Ég vil ekki spá neinu öðru en því að þetta verður spennandi og skemmtilegur leikur. Það verða skemmtileg einvígi í þessum leik á sunnudag því leikmenn þekkja vel hvern annan.“ Njaðvíkingar og Keflvíkingar eru því hvattir til að mæta á leikinn enda mikið fjör og skemmtun og eins og Friðrik orðaði það: „Vel peninganna virði.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024