Skemmdarverk í Leirunni
Síðastliðna helgi voru unnar skemmdir á æfingasvæði Hólmsvallar í Leirunni. Óprúttnir aðilar unnu skemmdir á boltavél klúbbsins. Auk þess stálu þeir boltakörfum og boltum úr vélinni.
Sömu aðilarnir voru á ferð hjá Golfklúbbi Sandgerðis þar sem þeir rændu og eyðilögðu skálann. Skemmst er frá því að segja að eftirlitsmyndavélakerfi, sem er í notkun á Hólmsvelli í Leiru, varð til þess að lögreglan hafði upp á sökudólgunum og telst málið því upplýst.