Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 6. október 1999 kl. 20:05

SKELLUR HJÁ NJARÐVÍK

Njarðvíkingar töpuðu fyrir Grindvíkingum 84-93 í annarri umferð EPSON-deildarinnar í körfuknattleik í Njarðvík um helgina. Brenton Birmingham fór á kostum í liði Grindavíkur, en hann lék sem kunngut er með Njarðvíkingum á síðasta keppnistímabili. Brenton skoraði 41 stig í leiknum og var allt í öllu en næstur í liði Grindavíkur var Pétur Guðmundsson með 14 stig. Örlygur Sturluson var stigahæstur Njarðvíkinga með 21 stig, Teitur Örlygsson var með 20 og Bandaríkjamaðurinn í liðinu, Purnell Perry skoraði 19 stig. Keflvíkingar straujuðu all svakalega yfir Þór frá Akureyri og þegar leiktíminn var úti var munurinn 61 stig, Keflvíkingum í vil. Guðjón Skúlason var stigahæstur með 25 stig og Elentínus Margeirsson með 18 stig eins og Chianti Roberts.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024