Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 20. mars 2001 kl. 22:29

Skelltu í lás í þriðja leikhluta

Njarðvíkingar sigruðu Borgnesingar örugglega í úrslitaleik liðanna um hvort liðið kæmist í undanúrslit EPSON deildarinnar 87-57. Það voru þremenningarnir Brenton Birmingham, Teitur Örlygsson og Logi Gunnarsson sem báru uppi sóknarleik Njarðvíkinga en einnig léku þeir Jes Hansen og Halldór Karlsson prýðisvel í þessum baráttuleik. Eftir jafnan fyrri hálfleik 51-43 skelltu Njarðvíkingar í lás í 3. leiðhluta og tryggðu öruggt 20 stiga forskot, svo öruggt að gamla kempan Alexandre Ermolinskji sá ekki ástæðu til að koma inná í síðasta leikhlutanum en hann hafði verið besti leikmaður Borgnesinga fram að því.

Þrátt fyrir sigurinn þurfa Njarðvíkingar að laga ýmislegt, sérstaklega sóknarmegin, áður en liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkinga næstkomandi sunnudag. Verður þar rimma hörð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024