Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skelfilegur seinni hálfleikur hjá Keflvíkingum
Mánudagur 6. janúar 2014 kl. 07:56

Skelfilegur seinni hálfleikur hjá Keflvíkingum

Keflvíkingar í þriðja sæti deildarinnar

Keflvíkingar eru nú í þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta, eftir tap gegn Haukum á útivelli í gær. Lokatölur urðu 85-59 Haukum í vil en með sigrinum færðust Haukar fyrir ofan Keflvíkinga í stigatöflunni. Leikurinn var fremur jafn í fyrri hálfleik og leiddu heimakonur með fimm stigum þegar gengið var til búningsklefa. Í seinni hálfleik sáu Keflvíkingar aldrei til sólar og skoruðu þær aðeins 18 stig í öllum hálfleiknum, gegn 39 frá Haukum.

Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest Keflvíkinga með 19 stig, Bryndís Guðmundsdóttir var með 16 stig og Porsche Landry skoraði 14.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrrum Njarðvíkingurinn Lele Hardy reyndist Keflvíkingum erfiður ljár í þúfu, en hún fór gjörsamlega á kostum í leiknum. Hardy var með 40 stig, 24 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 2 varin skot.

Tölfræði:
Sara Rún Hinriksdóttir 19/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 16/6 fráköst, Porsche Landry 14/9 fráköst/7 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 4/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.