Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skeggið fékk loks að fjúka
Mánudagur 18. ágúst 2014 kl. 10:49

Skeggið fékk loks að fjúka

Ætlaði ekki að raka sig fyrr en hann skoraði mark

Grindvíkingurinn Marko Valdimar Stefánsson hét því í vor að hann myndi ekki raka sig fyrr en honum tækist að skora í sumar. Ekki hafði Marko fundið netmöskvana fyrr en Grindvíkingar unnu sigur á liði KV á föstudaginn var í 1. deild karla. Eins og gefur að skilja var Marko orðinn nokkuð skeggjaður eins og sjá má á myndunum hér að ofan. Heimasíða Grindavíkur greinir frá.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024