Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skandinavíkuspark: Enn skorar Hörður hjá Silkeborg
Þriðjudagur 24. október 2006 kl. 17:33

Skandinavíkuspark: Enn skorar Hörður hjá Silkeborg

Landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Hjálmar Jónsson, var í leikmannahóp Gautaborgar sem tapaði 3-0 á heimavelli gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hjálmar náði ekki að setja mark sitt á leikinn í miður góðum leik Gautaborgarliðsins.

Hörður Sveinsson virðist vera sá eini í Silkeborgarliðinu í Danmörku sem getur skorað en hann gerði eina mark leiksins í 2-1 tapleik gegn Esbjerg. Annar Keflvíkingur kom einnig við sögu í leiknum en sá heitir Hólmar Örn Rúnarsson. Silkeborg er í 11. sæti deildarinnar af 12 liðum og hefur leiktíðin hjá þeim vægast sagt verið dræm.

Brann varð af norska meistaratitlinum um helgina þegar Rosenborg hafði betur gegn Ólafi Erni Bjarnasyni og félögum í Brann 3-1. Brann leiddi deildina mest alla leiktíðina en á nú ekki möguleika á því að verða meistari þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af leiktíðinni.

Stefán Gíslason, enn einn Keflvíkngurinn, hélt uppteknum hætti með liði sínu Lyn þegar liðið hafði 2-1 sigur á Viking. Lyn hefur þokað sér upp töfluna á síðari helming deildarinnar og er nú í 5. sæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024