Skammarleg skemmdarverk á knattspyrnuvelli Keflavíkur
 Ljót aðkoma blasti við á Keflavíkurvelli í gær þar sem búið var að brjóta fjölmörg sæti í stúkunni og fleygja niður á völlinn. Jón Örvar Arason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar segir að þeir hafi orðið varir við skemmdarverk af þessu tagi að undanförnu, en ekki svo mikið í einu.
Ljót aðkoma blasti við á Keflavíkurvelli í gær þar sem búið var að brjóta fjölmörg sæti í stúkunni og fleygja niður á völlinn. Jón Örvar Arason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar segir að þeir hafi orðið varir við skemmdarverk af þessu tagi að undanförnu, en ekki svo mikið í einu.
Hann segir að engin annar völlur í fremstu röð sé ógirtur með ótakmörkuðu aðgengi almennings. Erfitt sé hins vegar að girða hann af því hlaupabrautin í kringum hann er afar vinsæl meðal bæjarbúa.



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				