Skáksveit Njarðvíkurskóla í 1. sæti skóla á landsbyggðinni
Skáksveit Njarðvíkurskóla sigraði í flokki skóla af landsbyggðinni á Íslandsmóti grunnskólasveita í skák sem haldið var í Rimaskóla um síðustu helgi. Sveitin hafnaði í 14. sæti af þeim 31 sveit sem tóku þátt af landinu öllu.
Skáksveit Njarðvíkurskóla skipuðu þeir Sólon Siguringason, Kári Snær Halldórsson, Fannar Snævar Hauksson og Ásgeir Orri Magnússon. Sólon hlaut svokölluð borðaverðlaun fyrir þann góða árangur að vinna allar skákir sínar á fyrsta borði.