Skákin komin á fullt
Starfsemi Skákfélags Reykjanesbæjar er komin á fullt eftir gott sumarfrí. Ný stjórn hefur tekið við störfum en þá stjórn skipa Páll Árnason formaður, Ingiþór Björnsson varaformaður, Júlíus F. Guðmundsson ritari og meðstjórnendurnir Bjarni Friðriksson og Einar S. Guðmundsson, stjórnin vill nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórn góð störf. Enn nýtur Skákfélagið góðvildar framsóknarmanna sem lána félaginu húsnæðið að Hafnargötu 62 undir starfsemina og verða æfingar, mót og aðrar uppákomur félagsins þar í vetur á mánudagskvöldum kl. 20. Verður dagskráin fram að jólum eftirfarandi:
25. okt. Atskákmót
27. okt. Atskákmót (framhald)
1. nóv. Atskákmót (framhald)
8. nóv. Fyrirlestur
15. nóv. Nóvember hraðskákmótið
29. nóv. Þemakvöld
13. des. Desember hraðskákmótið.
Dagskrá þessi er birt með fyrirvara um breytingar. Þau mánudagskvöld sem ekki eru nefnd hér að ofan eru skákæfingar og aðrar skemmtilegar uppákomur. Skákfélagið mun að venju taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga sem haldið verður helgina 19. til 21. nóvember og verður félagið þar með tvær sveitir. Látum við þetta nægja af skákfréttum í bili og hvetjum alla skákáhugamenn til að taka þátt í starfseminni með okkur í vetur.
Stjórn Skákfélags Reykjanesbæjar.
Úr myndasafni.