Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skák og mát í Björginni
Miðvikudagur 5. október 2011 kl. 16:13

Skák og mát í Björginni

Geðræktarmótið í skák fór fram í tengslum við Geðveika daga í Björginni 3. - 4. október. ´Fimmtán keppendur tóku þátt, þar af átta úr Reykjavík frá Vin Athvarfi rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir og sjö heimamenn, bæði úr Hressum hrókum og Skákfélagi Reykjanesbæjar. Tefldar voru sjö umferðir með sjö mínútuna umhugsunartíma á mann. Geðræktarmótið var nú haldið í fjórða sinn og vex með hverju árinu. Einkunnarorð mótsins voru ,,stærsti sigurinn er að vera með.

Að lokum stóð Jorge Rodriquez Fonseca uppi sem sigur vegari með 6½ vinning. Annar varð svo Jón Birgir Einarsson með 5½ vinning, Rafn Jónsson hafnaði svo í 3. sæti með 5 vinninga.

Mótstjóri var Einar S. Guðmundsson og umsjónarmaður mótsins Emil N. Ólafsson formaður Hressra hróka, að sögn þeirra gekk mótið vonum framar og er orðið skemmtileg viðbót í skáklífið á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir Jón Birgir, Jorge og Rafn stóðu sig best í gær