Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skaginn sækir Grindvíkinga heim í kvöld
Mánudagur 19. júlí 2004 kl. 17:38

Skaginn sækir Grindvíkinga heim í kvöld

Grindavík fær Skagamenn í heimsókn í Landsbanksdeildinni í kvöld.

Nú er að duga eða drepast fyrir Grindvíkinga því þeir eru á ansi hálum ís í næstneðsta sæti deildarinnar.

Þeir skiptu um þjálfara í vikunni og fær Guðmundur Valur Sigurðsson það hlutverk að halda liðinu í efstu deild.

Leikurinn í kvöld verður afar erfiður þar sem Skagamenn eru í toppbaráttunni og hafa á góðum mannskap að skipa. Fyrri leikur liðanna í sumar endaði með markalausu jafntefli á Skipaskaga en Grindvíkingar verða að gera betur í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort nýr þjálfari nái meiru út úr mannskapnum en Sankovic.

Leikurinn hefst kl. 19.15

VF-mynd/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024