Sjöundi titillinn staðreynd!
Keflavík tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í sjöunda sinn með því að leggja Snæfell að velli, 87-67, í fjórða leik liðanna í úrslitunum.
Keflvíkingar eru vel að þessari nafnbót komnir þar sem sigurinn í dag var öruggur og sannfærandi. Snæfell byrjaði þó betur og leiddi framan af fyrsta leikhluta. Heimamenn settu þá í lás í vörninni og náðu frumkvæðinu sem þeir létu ekki aftur af hendi og höfðu 5 stiga forskot, 20-15, að loknum leikhlutanum.
Vörn Keflvíkinga í öðrum leikhluta var hreint ótrúleg þar sem Snæfellingar komust ekkert áleiðis í sóknartilburðum sínum. Jón Norðdal og fyrirliðinn Gunnar Einarsson komu sterkir inn af bekknum og áttu sinn þátt í að Keflavík kláraði leikinn nánast í fyrri hálfleik. En staðan var 43-25 í leikhléi eftir frábært einstaklingsframtak Hjartar Harðarsonar sem stal boltanum og setti 3ja stiga körfu um leið og flautað var til hálfleiks. Hjörtur lék í dag sinn fyrsta leik síðan í 8-liða úrslitum og stóð vel fyrir sínu.
Í byrjun seinni hálfleiks gáfu Keflvíkingar eilítið eftir og Snæfellingar lifðu enn í voninni um að ná einhverju út úr þessum leik. Þeir héldu í við heimamenn en náðu ekki að minnka muninn að neinu marki. Munurinn var um 15-20 stig allan leikhlutann og þegar komið var að lokakaflanum vissu allir í hvað stefndi að Snæfellingum meðtöldum.
Síðasti leikhlutinn var í raun bara formsatriði þar sem Snæfellingar höfðu sætt sig við orðinn hlut og Keflvíkingar léku við hvern sinn fingur. Gunnar Stefánsson fékk loks að spreyta sig á lokakaflanum þar sem hann gerði 8 stig, þar af tvær 3ja stiga körfur, á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Magnús Þór, Nick Bradford og Gunnar Einarsson ráku svo síðustu naglana í kistu Hólmaranna og glæsilegur sigur var staðreynd og Íslandsmeistarabikarinn verður eitt ár enn í það minnsta í vörslu Keflvíkinga.
Hér má finna tölfræði leiksins
VF-myndir: Hilmar Bragi
Keflvíkingar eru vel að þessari nafnbót komnir þar sem sigurinn í dag var öruggur og sannfærandi. Snæfell byrjaði þó betur og leiddi framan af fyrsta leikhluta. Heimamenn settu þá í lás í vörninni og náðu frumkvæðinu sem þeir létu ekki aftur af hendi og höfðu 5 stiga forskot, 20-15, að loknum leikhlutanum.
Vörn Keflvíkinga í öðrum leikhluta var hreint ótrúleg þar sem Snæfellingar komust ekkert áleiðis í sóknartilburðum sínum. Jón Norðdal og fyrirliðinn Gunnar Einarsson komu sterkir inn af bekknum og áttu sinn þátt í að Keflavík kláraði leikinn nánast í fyrri hálfleik. En staðan var 43-25 í leikhléi eftir frábært einstaklingsframtak Hjartar Harðarsonar sem stal boltanum og setti 3ja stiga körfu um leið og flautað var til hálfleiks. Hjörtur lék í dag sinn fyrsta leik síðan í 8-liða úrslitum og stóð vel fyrir sínu.
Í byrjun seinni hálfleiks gáfu Keflvíkingar eilítið eftir og Snæfellingar lifðu enn í voninni um að ná einhverju út úr þessum leik. Þeir héldu í við heimamenn en náðu ekki að minnka muninn að neinu marki. Munurinn var um 15-20 stig allan leikhlutann og þegar komið var að lokakaflanum vissu allir í hvað stefndi að Snæfellingum meðtöldum.
Síðasti leikhlutinn var í raun bara formsatriði þar sem Snæfellingar höfðu sætt sig við orðinn hlut og Keflvíkingar léku við hvern sinn fingur. Gunnar Stefánsson fékk loks að spreyta sig á lokakaflanum þar sem hann gerði 8 stig, þar af tvær 3ja stiga körfur, á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Magnús Þór, Nick Bradford og Gunnar Einarsson ráku svo síðustu naglana í kistu Hólmaranna og glæsilegur sigur var staðreynd og Íslandsmeistarabikarinn verður eitt ár enn í það minnsta í vörslu Keflvíkinga.
Hér má finna tölfræði leiksins
VF-myndir: Hilmar Bragi