Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjöundi sigur Keflvíkinga - eru í 2. sæti
Jeppe hefur verið mikill fengur fyrir Keflvíkinga og nánast skorað í hverjum leik.
Sunnudagur 23. júlí 2017 kl. 10:43

Sjöundi sigur Keflvíkinga - eru í 2. sæti

Keflvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Inkasso-deildinni í knattspyrnu þegar þeir lögðu Leyni á Fáskrúðsfirði í Fjarðarhöllinni 2-4.

Heimamenn náðu forystu en Frans Elvarsson jafnaði fyrir Keflavík. Adam Á. Róbertssson kom Keflavík í 1-2 en heimamenn jöfnuðu á 80. mín. Keflvíkingarnir Fannar Orri Sævarsson og Jeppe Hansen á síðustu sex mínútunum. Lokatölur 2-4 fyrir bítlabæjarliðið sem er í 2. sæti deildarinnar eftir sjöunda sigurinn í röð. Fylkir er efst með 29 stig en Keflavík og Þróttur R. eru með 27 stig, Keflavík er með aðeins betri markatölu. Það er nokkuð líklegt að þessi þrjú lið munu berjast um toppsætin tvö.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024