Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjötti sigurleikur Keflavíkur
Fimmtudagur 4. nóvember 2010 kl. 08:43

Sjötti sigurleikur Keflavíkur


Keflavík vann öruggan sigur á Grindavík í gær þegar liðin mættust í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik. Lokatölur urðu 81-68 og var þetta sjötti sigurleikur Keflavíkur í röð. Leikurinn fór fram í Grindavík

Keflavík hafði yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-13. Grindvík rétti hlut sinn í öðrum leikhluta og skoraði þá 23 stig gegn 18. Aðeins einu stigi munaðiþví  á liðinum í hálfleik, 37-36.
Segja má að örlög Grindavíkur í þessum leik hafi ráðist í þriðja leikhluta þegar Keflavík skoraði 20 stig á móti einungis átta stigum heimastúlkna. Grindavík náði ekki að vinna upp þennan mun.

Þær Birna Valgarðsdóttir og Jaqueline Adamshick voru atkvæðamestar í liði Keflavíkur báðar með 21 stig. Adamshick tók einnig 16 fráköst í leiknum.
Hjá Grindvíkingum voru Charmaine Clark og Helga Hallgrímsdóttir báðar með 17 stig. Helga hirti auk þess 16 fráköst.

Charmaine Clark var sagt upp samningi eftir leikinn þar sem forsvarsmenn liðsins töldu hana ekki hafa staðið undir væntinum.

Eftir leik kvöldsins er Grindavík í 6. sæti deildarinnar með tvö stig en Keflavík og Hamar deila með sér toppsætinu þar sem bæði lið eru ósigruð. Þessi tvö lið mætast í næstu umferð í Toyota-Höllinni í Reykjanesbæ.

----

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Birna Valgarðs skoraði 21 stig fyrir  Keflavík.