Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjötti sigurinn í röð hjá Elvari og félögum
Fimmtudagur 12. janúar 2017 kl. 10:55

Sjötti sigurinn í röð hjá Elvari og félögum

Aðeins eitt tap á tímabilinu

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson skoraði 10 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar lið hans í Barry háskólanum sigraði Palm beach skólann 91:73 í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. Var þetta sjötti sigurleikur liðsins í röð en í síðasta leik skilaði Elvar 13 stigum og 12 stoðsendingum. Lið Elvars hefur aðeins tapað einum leik en sigrað í 13 á tímabilinu.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson skoraði 6 stig í tapi Davidson gegn Fordham. Í leiknum þar á undan var Jón með 9 stig og 8 stoðsendingar í sigurleik. Lið Jóns er með 8 sigra og 7 töp í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í myndbandinu hér að neðan sést Elvar fá slæma byltu í leiknum í gær.