Sjötti sigur Keflavíkurstúlkna
Keflavík vann þægilegan sigur á KR í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gær og trónir liðið á toppi deildarinnar með sex sigra og ekkert tap. Lokatölur urðu 87-104.
KR byrjaði leikinn vel og leiddi eftir fyrsta leikhluta með sjö stigum. Keflavíkurstúlkur settu þá í annan og þriðja gír og enduðu að lokum með 17 stiga sigur.
Daniela Wallen Morillo var að venju atkvæðamest hjá Keflavík og skoraði 27 stig, tók 16 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 7 boltum, hreint magnaðar tölur. Emilía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 23 stig og tók 8 fráköst en allar nema ein komust á blað.
KR-Keflavík 87-104 (26-19, 18-34, 28-31, 15-20)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 27/16 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 23/8 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 15/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 14, Katla Rún Garðarsdóttir 14, Edda Karlsdóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/5 fráköst, Sara Lind Kristjánsdóttir 2, Agnes María Svansdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0,