Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Sjötti sigur Keflavíkurstúlkna
Keflavíkurstúlkur hafa haft góða ástæðu til að fagna að undanförnu. VF-mynd/hilmarbragi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 28. janúar 2021 kl. 13:10

Sjötti sigur Keflavíkurstúlkna

Keflavík vann þægilegan sigur á KR í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gær og trónir liðið á toppi deildarinnar með sex sigra og ekkert tap. Lokatölur urðu 87-104.

KR byrjaði leikinn vel og leiddi eftir fyrsta leikhluta með sjö stigum. Keflavíkurstúlkur settu þá í annan og þriðja gír og enduðu að lokum með 17 stiga sigur.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Daniela Wallen Morillo var að venju atkvæðamest hjá Keflavík og skoraði 27 stig, tók 16 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 7 boltum, hreint magnaðar tölur. Emilía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 23 stig og tók 8 fráköst en allar nema ein komust á blað.

KR-Keflavík 87-104 (26-19, 18-34, 28-31, 15-20)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 27/16 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 23/8 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 15/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 14, Katla Rún Garðarsdóttir 14, Edda Karlsdóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/5 fráköst, Sara Lind Kristjánsdóttir 2, Agnes María Svansdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0,

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25