Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

SjónvarpVF: Haukur Helgi kominn til Njarðvíkur
Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 28. október 2015 kl. 16:23

SjónvarpVF: Haukur Helgi kominn til Njarðvíkur

Haukur Helgi Pálsson hefur skrifað undir samning við úrvalsdeildarlið Njarðvíkur í körfuknattleik út tímabilið. Formlega var gengið frá samkomulaginu við Hauk Helga í Ljónagryfjunni nú áðan.

Í viðtali við Víkurfréttir segist Haukur Helgi vera spenntur að takast á við þau verkefni sem honum verða falin hjá Njarðvík í vetur en hann hefur aldrei leikið í íslensku úrvalsdeildinni. Haukur Helgi er uppalinn hjá Fjölni en hefur verið atvinnumaður í körfuknattleik í Evrópu síðustu ár. Hann var nú síðast í Þýskalandi. Hann segist kominn til Íslands til að hlaða batteríin en atvinnumennskan taki á. Hann stefnir þó aftur á atvinnumennsku erlendis þegar leiktíðinni lýkur hér á Íslandi í vor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024