Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjón er sögu ríkari í nýjum skáp Reynismanna
Fimmtudagur 9. október 2014 kl. 16:54

Sjón er sögu ríkari í nýjum skáp Reynismanna

Á dögunum eignaðist Knattspyrnufélagið Reynir glæsilegan bikaraskáp. Skápurinn er að mestu leyti fjármagnaður með innkomu af Norður/Suðurbær mótinu en einnig lagði aðalstjórn Reynis fé í verkið. Umsjón með verkinu var í höndum Norður/Suðurbær nefndarinnar, segir á vefsíðunni reynis.is.

Skápurinn var vígður á Norður/Suðurbær mótinu sem fram fór þann 29. ágúst síðastliðinn. Hann þykir ákaflega vel heppnaður og ljóst að önnur félög munu horfa öfundaraugum á þessa listasmíð.

Margir góðir gripir prýða skápinn, bikarar fyrir ýmis mót og ýmsir minjagripir t.d. frá vinafélagi Reynis, VB, frá Vogi í Færeyjum.

Ef fólk lumar á gripum tengdum sögu félagsins og vill koma þeim í vörslu félagsins er hægt að hafa samband við Jón Bjarna í síma 896-1795.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024