Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjö Suðurnesjamenn í landsliðshópum
Keflvíkingarnir Sindri Kristinn Ólafsson, Anton Freyr Hauksson og Fannar Orri Sævarsson.
Föstudagur 14. mars 2014 kl. 08:49

Sjö Suðurnesjamenn í landsliðshópum

Um komandi helgi verða æfingar hjá U16 og U17 karla í knattspyrnu og hafa landsliðsþjálfararnir, Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson og Þorlákur Árnason, valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Bæði Keflvíkingar og Grindvíkingar eiga fulltrúa í liðunum. Með U-17 liðinu hafa Keflvíkingarnir Sindri Kristinn Ólafsson, Fannar Orri Sævarsson, Anton Freyr Hauksson og Samúel Þór Traustason verið valdir til æfingar. Einnig var Boris Jugovic frá Grindavík boðaður til æfinga með liðinu.

Keflvíkingurinn Sigurbergur Bjarnason er svo í hópnum hjá U-16 ára liðinu sem og Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane.

Sigurbergur Bjarnason með Íslandsbikarinn síðasta sumar.