Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjö mörk á sautján mínútum
Laugardagur 18. ágúst 2007 kl. 16:30

Sjö mörk á sautján mínútum

Valsstúlkur sýndu enga miskunn á Keflavíkurvelli þegar þær lögðu heimaliðið með níu mörkum gegn engu í mögnuðum leik í dag. Þegar 17 mínútur voru til leikhlés var enn markalaust en þá var sem Valur fengi vítamínsprautu og tók að raða inn mörkum. Keflavíkurstúlkur lögðu fram rauða dregilinn og á þeim 17 mínútum sem eftir lifði af hálfleiknum skoruðu Valsstúlkur mark á tveggja mínútna fresti, eða því sem næst. Staðan var 0-7 í hálfleik og lítil von fyrir Keflvíkinga að klóra í bakkann. Í síðari hálfleik bættust við tvö mörk og 0-9 ósigur Keflvíkinga var staðreynd.

 

Keflavík er í fjórða sæti deildarinnar eftir þennan leik, en Breiðablik skaust fram úr þeim með sigri á ÍR í gærkvöldi, 4-1. Á þriðjudainn spila Keflavíkurstúlkur á móti Fjölni í undanúrslitum VISA-bikarkeppninnar, og hefst leikurinn kl. 18.

 

Vf-mynd: Hilmar Bragi.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024