Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 20. desember 2001 kl. 11:09

Sjö met slegin í Reykjanesbæ

Sundfólk úr ÍRB tók aldeilis til í metaskrám SSÍ í dag. Á innanfélagsmóti deildarinnar féllu alls sjö íslandsmet í aldursflokkum. Þar af voru sex í boðsundum og eitt í einstaklingsgrein. Mótið var haldið úti við hinar bestu aðstæður sex stiga hita og nánast logn. Það er talsvert sjaldgæft að geta haldið mót í útilaug á þessum árstíma, svo ekki sé talað um það að bæta svona mörg met. Að öllum líkindum telst það sennilega líka sem Íslandsmet.Guðni Emilsson 12 ára bætti gildandi met í 100m bringusundi í flokki sveina.

Drengjasveit ÍRB setti tvö met 4 x 50m flugsund og 4 x 100m flug. Sveitina skipuðu Garðar Eðvaldsson, Brynjar Freyr Nielsson, Hróbjartur Sigríðarson og Birkir Már Jónsson.

Stúlknasveit ÍRB bætti metið í 4 x 50m bringusundi. Sveitina skipuðu Íris Edda Heimisdóttir, Erla Magnúsdóttir, Arna Atladóttir og Díana Ósk Halldórsdóttir.

Telpnasveit ÍRB bætti meti í 4 x 50m bringusundi.
Sveitina skipuðu Sigríður Tinna Árnadóttir, Nensý Þorsteinsdóttir, Þóra Björg Sigurþórsdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir

Piltasveit ÍRB bætti tvö met, 4 x 100m bringusund en sveitina skipuðu Hilmar Pétur Sigurðsson, Jón Gauti Jónsson, Guðlaugur Már Guðmundsson og Jón Oddur Sigurðsson. Einnig bættu þeir metið í 4 x50m bringusundi allverulega eða um tæplega 8 sekúndur. Sveitina skipuðu Jóhann Árnason, Jón Gauti Jónsson, Guðlaugur Már Guðmundsson og Jón Oddur Sigurðsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024