Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 17. desember 2003 kl. 21:15

Sjö aldursflokkamet hjá ÍRB

Sjö ný aldursflokkamet litu dagsins ljós á metamóti ÍRB sem fram fór í sundmiðstöðinni í Keflavík þann 17. des. Metin sem vaskir liðsmenn ÍRB bættu voru í 4 x100m flugsundi, sveina, meyja, drengja, telpna og stúlkna. Einnig bættu þau metin í 4 x 100m fjórsundi meyja og 10 x 50m skriðsundi sveina. Gríðarlegur gangur er nú í öllu starfi ÍRB sem er orðið algengt nafn í metaskrám SSÍ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024