Sjö af tólf í U18 stúlkna frá Suðurnesjum
– EM hefst í dag
U18 stúlkur eru fyrstar til að hefja leik í Evrópukeppninni þetta sumarið en þær fóru beint frá frá NM í Finnlandi yfir til Makedóníu þar sem þær hefja leik í dag, föstudag 5. júlí, á EM. Ferðalagið gekk vel og hefur liðið komið sér fyrir síðustu daga.
Athygli vekur að sjö af tólf stúlkum íslenska hópsins eru frá Suðurnesjum.
U18 stúlkna hópurinn er þannig skipaður:
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur
Edda Karlsdóttir · Keflavík
Eva María Davíðsdóttir · Keflavík
Eygló Kristín Óskarsdóttir · KR
Fanndís María Sverrisdóttir · Fjölnir
Hjördís Lilja Traustadóttir · Keflavík
Jóhanna Lilja Pálsdóttir · Njarðvík
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Ólöf Rún Óladóttir · Grindavík
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar
Stefanía Ósk Ólafsdóttir · Haukar
Þjálfari: Sævaldur Bjarnason
Aðstoðarþjálfarar: Rúnar Ingi Erlingsson og Berglind Karen Ingvarsdóttir
Sjúkraþjálfari: María Björnsdóttir
Stelpurnar eru í B-deild EM ásamt 22 öðrum þjóðum. 16 þjóðir eru í A-deild og 7 þjóðir í C-deild og eru því samtals 46 þjóðir sem taka þátt á EM U18 stúlkna.
Stelpurnar okkar leika í B-riðli ásamtTyrkjum, Portúgal, Sviss og Búlgaríu. Eftir það taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.
Eins og frá öllum EM mótum í sumar á vegum FIBA Europe er hægt að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum netútsendingum frá mótinu á heimasíðu mótsins: fiba.basketball/europe/u18bwomen/2019