Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjö af Suðurnesjum til Finnlands
Miðvikudagur 22. ágúst 2007 kl. 12:17

Sjö af Suðurnesjum til Finnlands

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mætir Finnum í síðari hluta riðlakeppninnar í Evrópukeppni B-þjóða á laugardag. Leikurinn fer fram í Helsinki og rétt í þessu var tilkynnt um 12 manna hópinn sem heldur til Finnlands.

 

Keflvíkingurinn ungi frá Ísafirði, Sigurður Þorsteinsson, er eini nýliðinn í hópnum að þessu sinni en alls eru sjö leikmenn frá Suðurnesjum í hópnum.

 

Landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

 

4 Magnús Þór Gunnarsson

5 Friðrik Stefánsson

6 Jakob Sigurðarson

7 Brynjar Björnsson

8 Þorleifur Ólafsson

9 Kristinn Jónasson

10 Páll Axel Vilbergsson

11 Brenton Birmingham

12 Fannar Ólafsson

13 Sigurður Þorsteinsson

14 Logi Gunnarsson

15 Helgi Magnússon

 

VF-mynd/ Úr safni - Grindvíkingurinn Páll Axel verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í Finnlandi á laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024