Sjáðu Víðsmenn spreyta sig á „Dizzy goals“ áskoruninni
Sprenghlægileg myndbönd af strákunum
Leikmenn Víðis í Garði tóku í kvöld þátt skemmtilegri áskorun #Dizzygoals fyrir The Global Goals sem felur í sér að leikmenn hlaupi þrettán hringi í kringum fótbolta áður en þeir taka vítaspyrnu. Er það gert til að rugla jafnvægisskyn leikmannana.
Um vinsæla áskorun er að ræða hjá fótboltamönnum þessa dagana en Víðismenn eru þeir fyrstu á Îslandi sem taka þátt. Allir áttu þeir erfitt með að fóta sig eftir snúninginn en enduðu þó flestir með að setja boltann í autt netið.
Myndböndin er hægt að sjá á Facebooksíðu Víðis