Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjáðu byrjunarliðin í Stjörnuleikjunum
Þriðjudagur 14. janúar 2014 kl. 15:14

Sjáðu byrjunarliðin í Stjörnuleikjunum

Elvar Már Friðriksson og Lele Hardy með flest atkvæði allra

Nú liggur ljóst fyrir hverjir munu leika í Stjörnuleikjum KKÍ sem fram fara í lok mánaðar. Það voru bestu leikmenn Domino's deildar karla og kvenna í fyrri hlutanum sem hlutu flest atkvæði í kosningunni en það eru þau Elvar Már Friðriksson, Njarðvík, og Lele Hardy, Haukum, sem fengu viðurkenningu á dögunum fyrir frábæra frammistöðu fyrir áramót í deildinni. Fleiri Suðurnesjamenn voru kjörnir í byrjunarliðin í karla- og kvennaliðunum en þau má sjá hér að neðan.

KKÍ og einfalt.is stóðu fyrir netkosningu í desember á byrjunarliðum karla og kvenna fyrir Stjörnuleikina 2014, en Stjörnuleikshátíð KKÍ fer fram 25. janúar í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Að venju verður mikið um dýrðir en 3ja-stiga skotkeppnir verða á sínum stað sem og Troðslukeppnin.
Nú er kosningunni lokið en rúmlega 3.000 mismunandi einstaklingar kusu og völdu sín lið og komið er í ljós hvaða leikmenn íslenskir körfuboltaaðdáendur kusu oftast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjálfarar liðanna eru þeir þjálfarar í Domino's deildum karla og kvenna sem voru efstir um áramótin sem eru þeir Finnur Freyr Stefánsson, KR og Andy Johnston, Keflavík hjá körlunum. Hjá konum eru það þeir Ingi Þór Steinþórson, Snæfell, og Andy hjá Keflavík sem þjálfa. Liðunum skipt á víxl í tvo hópa, þannig að efsta liðið leikur með liðum í oddasætum og liðið í öðru sæti með liðum í sléttum sætum. Þjálfarar liðanna munu nú velja sína sjö leikmenn hver til að fylla liðin.

Liðin er því skipuð eftirfarandi leikmönnum og þjálfurum:

Byrjunarlið Stjörnuleiks kvenna:

Icelandair-liðið

Þjálfari Andy Johnston, Keflavík. Lið: (Keflavík, Grindavík, KR, Haukar)

Leikmenn:

Lele Hardy, Haukar · 332 atkvæði

Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík · 187 atkvæði

Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík · 176 atkvæði

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR · 155 atkvæði

María Ben Erlingsdóttir, Grindavík · 144 atkvæði


Domino's-liðið

Þjálfari Ingi Þór Steinþórsson, Snæfell Lið: (Snæfell, Valur, Hamar, Njarðvík)

Leikmenn:

Hildur Sigurðardóttir, Snæfell · 269 atkvæði

Chynna Unique Brown, Snæfell · 180 atkvæði

Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæfell · 177 atkvæði

Kristrún Sigurjónsdóttir, Valur · 133 atkvæði

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Snæfell · 122 atkvæði


Byrjunarlið Stjörnuleiks karla:

Icelandair-liðið

Þjálfari Andy Johnston, Keflavík. Lið: (Keflavík, Njarðvík, Stjarnan, Snæfell, Valur, Skallagrímur)

Leikmenn:

Elvar Már Friðriksson, Njarðvík ·  594 atkvæði

Michael Craion, Keflavík · 421 atkvæði

Logi Gunnarsson, Njarðvík · 374 atkvæði

Justin Shouse, Stjarnan · 323 atkvæði

Jón Ólafur Jónsson, Snæfell · 294 atkvæði


 

Domino's-liðið

Þjálfari Finnur Freyr Stefánsson, KR Lið: (KR, Grindavík, Haukar, Þór Þ., ÍR, KFÍ)

Leikmenn:

Martin Hermannson, KR · 513 atkvæði

Pavel Ermolinskij, KR · 496 atkvæði

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn · 330 atkvæði

Terrence Watson, Haukar · 256 atkvæði

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík · 215 atkvæði