Sindri yfirgefur Keflavík
Miðjumaðurinn Sindri Snær Magnússon hefur yfirgefið herbúðir Keflvíkinga og gengið til liðs við ÍBV í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Sindri sem er 24 ára hefur leikið tvö síðustu tímabil með Keflvíkingum en hann á 43 leiki að baki með félaginu þar sem hann skoraði fimm mörk. Frá þessu er greint á Fótbolta.net.