Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sindri Þór með piltamet í Noregi
Mánudagur 21. apríl 2008 kl. 14:08

Sindri Þór með piltamet í Noregi

Sundmaðurinn Sindri Þór Jakobsson frá ÍRB setti nýtt piltamet í 200m. flugsundi á norska Stavanger meistaramótinu í 25m. laug um síðustu helgi. Sindri synti á tímanum 2.04.39 mín. en það er bæting um tæplega 1,5 sek. frá því í desember á síðasta ári.
 
Þá tók ÍRB þátt í Landsbankamóti Ármanns um helgina í Laugardal. Árni Már Árnason, ÍRB, hlaup Pétursbikarinn á mótinu en hann er veittur fyrir bestan árangur í 100m. skriðsundi karla. Pétursbikarinn var fyrst veittur árið 1909 en Árni kom í mark í skriðsundinu á 51.28 sek.
 
Erla Dögg Haraldsdóttir lét sitt ekki heldur eftir liggja og hafði sigur í 100m. skriðsundi á 57.97 sek og þá átti hún einnig stigahæsta einstaklingssundið samkvæmt stigatöflu FINA. Erla synti þá 100m. flugsund á tímanum 1.02.42 mín. og hlaut 767 stig fyrir vikið.
 
Mynd: www.armenningar.is Erla og Árni með verðlaunagripina sína um helgina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024