Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sindri lék í jafntefli gegn Dönum
Miðvikudagur 11. nóvember 2015 kl. 09:49

Sindri lék í jafntefli gegn Dönum

Keflvíkingurinn Sindri Kristinn Ólafsson stóð í marki 19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem gerði 1-1 jafntefli við Dani í gær. Sindri sem vakti athygli fyrir vasklega framgöngu með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni stóð vaktina allan leikinn gegn Dönum, en leikurinn var liður í undankeppni EM u19 liða sem fram fer á Möltu þessa dagana. Næsti leikur liðsins er gegn Ísrael á fimmtudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024