Sindri framlengir ekki við Keflavík
Sindri Þór Guðmundsson tilkynnti stuðningsmönnum Keflavíkur í gær að hann hygðist ekki framlengja samningi sínum við félagið en Sindri hefur leikið með meistaraflokki Keflavíkur undanfarin sjö ár og segir að nú sé kominn tími á nýjar áskoranir.
Á stuðningsmannasíðu Keflavíkur á Facebook segir Sindri m.a.:
„Ég hef spilað sem stoltur Keflvíkingur þessi sjö ár og höfum við gengið saman í gegnum súrt og sætt. Það er leiðinlegt að ganga frá borði þegar Keflavík er fallið en ég trúi því sterkt að Keflavík rís aftur upp í deild þeirra bestu.
Takk kærlega fyrir allt saman, Keflavík mun alltaf eiga stað í hjartanu mínu.“
Sindri spilaði 24 leiki með Keflavík í Bestu deild karla í sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Alls lék hann 163 deildar- og bikarleiki með Keflavík og skoraði fimm mörk en Sindri Þór verður í banni þegar Keflavík heldur til Eyja í lokaumferð Bestu deildarinnar um komandi helgi.
Hér að neðan er viðtal sem Víkurfréttir tóku við Sindra í sumar.