Símun gegn Íslandi!
Símun Samuelsen, einn af máttarstólpum Keflavíkurliðsins í knattspyrnu, verður í færeyska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í Kórnum í Kópavogi 22.mars. Frændur okkar senda ungt lið til leiks að þessu sinni og er Símun einn reyndasti leikmaður hópsins þó ungur sé. Hann á 21 landsleik að baki og er þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í hópnum. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Símun og félögum hans gengur gegn íslenska liðinu í Kópavoginum.
www.keflavik.is greinir frá.