Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Símon Logi genginn í raðir Njarðvíkinga
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 23. júlí 2024 kl. 18:57

Símon Logi genginn í raðir Njarðvíkinga

Sóknarmaðurinn Símon Logi Thasapong hefur söðlað um og gengið til liðs við knattspyrnulið Njarðvíkur sem er í harðri toppbaráttu Lengjudeildar karla.

Á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Njarðvíkur segir að knattspyrnudeildir UMFN og UMFG hafi gert með sér samkomulag um að sóknarmaðurinn Símon Logi Thasaphong leiki með Njarðvíkurliðinu út leiktíðina á láni frá Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá skrifaði Símon Logi undir samning við Njarðvíkurliðið til ársins 2027 og verður því alfarið leikmaður Njarðvíkur að loknum lánstímanum.

Símon Logi í leik með Grindavík á síðustu leiktíð. VF/JPK

Símon er fæddur árið 2001 og hefur alla tíð leikið með uppeldisfélagi sínu, Grindavík, fyrir utan eina leiktíð með venslafélagi þeirra, GG.

Í heildina hefur Símon leikið 115 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ og skorað í þeim 21 mörk, þar af sex á síðustu leiktíð í Lengjudeildinni.