Silkiborg kaupir Hörð frá Keflavík
Knattspyrnumaðurinn Hörður Sveinsson hefur gert samning við danska úrvalsdeildarliðið Silkiborg til sumarsins 2009.
Hörður, sem gekk til liðs við Silkiborg á lánssamningi í janúar, þykir hafa staðið sig einkar vel og skoraði m.a. fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni.
Viggo Jensen, þjálfari Silkiborgar, hefur lýst yfir mikilli ánægju með framgöngu Harðar og lagði hann mikla áherslu á að gera fastan samning við hann.
www.ruv.is greindi frá.
Hörður, sem gekk til liðs við Silkiborg á lánssamningi í janúar, þykir hafa staðið sig einkar vel og skoraði m.a. fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni.
Viggo Jensen, þjálfari Silkiborgar, hefur lýst yfir mikilli ánægju með framgöngu Harðar og lagði hann mikla áherslu á að gera fastan samning við hann.
www.ruv.is greindi frá.