Silja fánaberi og vann svo starfshlaupið
Gleypti hrátt egg, glímdi við glímukóng og vann Starfshlaupið.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona úr Njarðvíkum og fyrrverandi blaðamaður á VF sigraði í Starfshlaupinu á Landsmóti UMFÍ sem fram fór á Selfossi um síðustu helgi. Hún var líka fánaberi við setningu mótsins.
Í starsfhlaupi er keppt í bindishnútum, naglalakki, glímu, áti, sippi og þversummu símanúmers auk margs annars. Silja var 8 stigum hærri en Þórir Haraldsson, formaður Landsmótsnefndar UMFÍ.
„Einhvern tímann er allt fyrst, gleypti hrátt egg áðan og glímdi við glímukóng Íslands, sem felldi mig á klofbragði,“ sagði Silja á Facebook síðu sinni og var ánægð með gullið á Selfossi.
Njarðvík varð í 5. sæti og Keflavík í því 6. í stigakeppni félaga á mótinu.