Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Silfur í dansi og á trampólíni hjá Keflavík
Þriðjudagur 11. mars 2008 kl. 22:18

Silfur í dansi og á trampólíni hjá Keflavík

Bikarmót í hópfimleikum fór fram þann 23. febrúar síðastliðinn. Mótið fór fram á Selfossi og átti Fimleikadeild Keflavíkur eitt lið á mótinu. Stúlkurnar voru félaginu til sóma og stóðu sig mjög vel.
 
Stúlkurnar unnu til silfurverðlauna í dansi og einnig á trampólíni. Einkunnir þeirra voru eftirfarandi:
 
Dans: 7,75
Dýna: 6,30
Trampólín: 6,85
 
Liðið samanstóð af: Arndísi Snjólaugu, Berglindi Björk, Brynju, Díönu Karen, Elísu, Elvu Björk, Guðrúnu Mjöll, Hólmfríði, Huldu Sif, Kristínu, Olgu Ýr, Selmu Kristínu, Sigríði Evu og Sunnevu Fríðu.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024