Silfur í dansi og á trampólíni hjá Keflavík
Bikarmót í hópfimleikum fór fram þann 23. febrúar síðastliðinn. Mótið fór fram á Selfossi og átti Fimleikadeild Keflavíkur eitt lið á mótinu. Stúlkurnar voru félaginu til sóma og stóðu sig mjög vel.
Stúlkurnar unnu til silfurverðlauna í dansi og einnig á trampólíni. Einkunnir þeirra voru eftirfarandi:
Dans: 7,75
Dýna: 6,30
Trampólín: 6,85
Liðið samanstóð af: Arndísi Snjólaugu, Berglindi Björk, Brynju, Díönu Karen, Elísu, Elvu Björk, Guðrúnu Mjöll, Hólmfríði, Huldu Sif, Kristínu, Olgu Ýr, Selmu Kristínu, Sigríði Evu og Sunnevu Fríðu.