Sigurvíman réði ríkjum á lokahófi körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hélt lokahóf sitt á laugardag og fagnaði árangri tímabilsins sem Keflvíkingar luku með því að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í síðustu viku.
Að venju voru valdir bestu og efnilegustu leikmenn karla og kvenna auk þess að velja lið ársins.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var viðstaddur á lokahófinu og tók meðfylgjandi myndir sem eru í myndasafni neðst á síðunni.