Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurvíman réði ríkjum á lokahófi körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
Þau bestu og þau efnilegustu: Anna Lára Vignisdóttir var valin efnilegast leikmaður kvenna og Sigurður Pétursson efnilegasti leikmaður karla. Besti leikmaður kvenna var Daniela Wallen og Jaka Brodnik var bestur hjá körlunum (eiginkona Jaka Brodnik tók við verðlaunum fyrir hans hönd). VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 1. júní 2024 kl. 06:07

Sigurvíman réði ríkjum á lokahófi körfuknattleiksdeildar Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hélt lokahóf sitt á laugardag og fagnaði árangri tímabilsins sem Keflvíkingar luku með því að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í síðustu viku.

Að venju voru valdir bestu og efnilegustu leikmenn karla og kvenna auk þess að velja lið ársins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lið ársins: Sigurður Pétursson, Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Jaka Brodnik (eiginkona Jaka Brodnik tók við verðlaunum fyrir hans hönd).


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var viðstaddur á lokahófinu og tók meðfylgjandi myndir sem eru í myndasafni neðst á síðunni.

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Keflavíkur | 25. maí 2024