Sigurþór og Örn Ævar deila öðru sæti á Spáni
Kylfingarnir Sigurþór Jónsson, GR, og Örn Ævar Hjartarson, GS, eru í öðru til þriðja sæti ásamt spænsku liði eftir fyrsta hring á La Sella liðamótinu sem hófst á Spáni í dag. Þeir léku hringinn á 67 höggum, eða 5 höggum undir pari.
Þeir fengu 6 fugla á hringnum og einn skolla. Frábær byrjun í mótinu hjá þeim, en mótið er hluti af Hi5 mótaröðinni. Spænskt lið lék best í dag, kom inn á 65 höggum.
Lesa alla fréttina á Kylfingur.is
VF-Mynd/ Úr safni - Örn Ævar Hjartarson