Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigursveinn maður ársins á fotbolti.net
Föstudagur 6. janúar 2006 kl. 13:47

Sigursveinn maður ársins á fotbolti.net

Sigursveinn Bjarni Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Reynis var valinn maður ársins 2005 hjá netmiðlinum fotbolti.net.

Titilinn hlaut hann fyrir fagnaðarlæti sín á Gróttuvelli í sumar þegar ljóst var að Reynir kæmist upp um deild. Sigursveinn stóð þá við loforð sitt og hljóp sigurhring á G-strengs buxum einum fata.

Í viðtali á fotbolti.net segist Sigursveinn stoltur af titlinum, en hann fær tækifæri til að bæta um betur á næsta ári, en hann hefur lofað því að hlaupa hringinn án G-strengsins, ef Reynismenn fara strax upp í 1. deild næsta haust.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024