Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigursælir unglingar
Laugardagur 25. júní 2005 kl. 11:16

Sigursælir unglingar

Lið Golfklúbbs Suðurnesja sem skipað var unglingum á aldrinum 14 - 16 ára kom heim frá Kristiansand nú á dögunum en það varð í þriðja sæti í keppni vinabæjanna í golfi í í Noregi.

Drengjaliðið varð í fyrsta sæti á mótinu en kylfingur frá Golfklúbbi Suðurnesja, Jón Þór Gylfason, varð í fyrsta sæti á mótinu með forgjöf en Sigurður Jónsson úr GS sigraði einstaklingskeppnina.

Keppni vinabæjanna er árlegur viðburður og er keppt í einni íþrótt á hverju ári. Auk Reykjanesbæjar tóku þátt norrænu vinabæirnir Kristiansand í Noregi, Kerava í Finnlandi, Hjörring í Danmörku og Trollhattan í Svíþjóð.
Á næsta ári er keppt í sundi hér í Reykjanesbæ.

Mynd: Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024