Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigursælir Keflvíkingar
7. flokkur karla ásamt Birni Einarssyni þjálfara. Guðjónína Sæmundsdóttir tók myndina.
Miðvikudagur 10. apríl 2013 kl. 08:18

Sigursælir Keflvíkingar

7. flokkur ekki tapað allt tímabilið

Yngri flokkar Keflavíkur hafa verið að gera það gott í körfuboltanum og hefur félagið eignast fjölmarga Íslandsmeistara að undanförnu. Bæði 7. og 8. flokkur karla urðu Íslandsmeistarar á dögunum en þar eru á ferðinni mjög efnilegir piltar. 

Strákarnir í 7. flokki unnu einnig Íslandsmeistaratitilinn í fyrra en þeir fóru taplausir í gegnum þetta tímabil. Samtals hafa þeir sigrað 23 leiki í röð í sínum aldursflokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Minnibolti 11 ára stúlkna varð einnig Íslandsmeistari á dögunum.

Arnór Sveinsson tryggir hér sigurinn gegn KR í lokaleiknum. Mynd Ólafur Guðmundsson.