Sigursælir júdokrakkar
Júdodeild Njarðvíkur gerði það gott um helgina á afmælismóti JSÍ. Njarðvíkingar voru á palli í 10 þyngdarflokkum af 13, en keppt var í flokki 13 ára til 21 árs. Njarðvíkingar hlutu tvenn gullverðlaun, 6 silfur og 4 brons á mótinu. Í flokki 11-14 ára voru 18 keppendur frá UMFN sem allir voru bæjarfélaginu til mikils sóma innan vallar sem utan. Ingólfur Rögnvaldsson og Birna Þóra Stefánsdóttir sigruðu m.a. sína þyngdarflokka.
Í Unglingaflokki 15-19 ára voru þrír keppendur og komu tvö silfur og eitt brons í hús. Einn af efnilegri júdomönnum Njarðvíkinga, Brynjar Kristinn Guðmundsson átti góðan dag þrátt fyrir að verða veikur á mótinu. Viðureign hans og Adrians Sölva Ingimundarssonar úr JR var ansi spennandi en Adrian hafði hann í lokinn á fastataki.