Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigursælar Suðurnesjakonur
Fimmtudagur 27. nóvember 2014 kl. 14:57

Sigursælar Suðurnesjakonur

Keflvíkingar deila ennþá toppsætinu með Snæfellingum, eftir leiki gærkvöldsins í Domino's deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu þá sigur á Haukum á heimavelli sínum, þar sem lokatölur urðu 73-60 Keflvíkingum í vil. Keflvíkingurinn Carmen Thomas hafði betur í einvígi sínu gegn hinni öflugu Lele Hardy og skoraði 30 stig og tók 16 fráköst. Keflvíkingar eru með 16 stig á toppnum ásamt Snæfellingum.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar unnu öruggan sigur á nýliðum Breiðabliks, 89-64, en þetta var annar sigur liðsins í röð eftir fremur slæmt gengi. Rachel Tecca var atkvæðamest Grindvíkinga í leiknum með góða tvennu, 23 stig og 15 fráköst. Liðið er nú í 5. sæti deildarinnar með 10 stig.

Tölfræði leiksins