Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigursæl systkin af Suðurnesjum
Systkinin með verðlaunagripina: Rakel, Heiða, Karen og Bjarki.
Föstudagur 29. desember 2017 kl. 06:00

Sigursæl systkin af Suðurnesjum

Systkinin Rakel, Heiða, Karen og Bjarki Guðnabörn átti öll góðu gengi að fagna í ár, hvert í sinni íþróttagrein. Rakel Guðnadóttir vann tvöfaldan sigur á Bikarmótinu í fitness, þar vann hún sigur í sínum flokki og sigraði heildarkeppnina af öllum sigurvegurum flokkanna. Heiða Guðnadóttir varð klúbbmeistari Golfklúbbs Mosfellsbæjar í júlí og Karen Guðnadóttir varð klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja í áttunda sinn.

Karen  var einnig valin kylfingur ársins í Reykjanesbæ eftir gott gengi í ár, en hún vann tvö mót á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Í maí fór Norðurlandamót fatlaðra í golf fram í Hels­ingør í Dan­mörku, þar gerði Bjarki Guðnason sér lítið fyrir og hampaði Norðurlandameistaratitli í sínum flokki. Karen systir hans var kylfuberi hjá honum en hún hefur búið í Danmörku undanfarið ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024